Framsóknarflokkurinn tapaði 28 milljónum króna árið 2021 en þingkosningar voru haldnar það árið. Hagnaðurinn 2020 nam 19 milljónum króna.

Flokkurinn fékk 103 milljónir í styrki frá ríki og sveitarfélögum árið 2021.

Eigið fé flokksins var neikvætt um 26 milljónir króna í árslok 2021. Eigið féð var einnig neikvætt árið áður sem nemur 233 þúsund krónum.

Eignir flokksins voru 213 milljónir króna og skuldir 238 milljónir króna.

Hér má sjá ársreikning Framsóknarflokksins.