Gnúpur fjárfestingafélag hf. skilaði 38,3 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 13,7 milljóna króna hagnað árið á undan. Eigið fé félagsins í árslok 2013 var neikvætt um 13,5 milljarða króna. Allar skuldir félagsins eru við eiganda félagsins, Glitni hf.

Ákvörðun um hvort eða með hvaða hætti félaginu verður slitið liggur ekki fyrir, að því er kemur fram í skýrslu stjórnar. Í byrjun árs 2008 var samkomulag milli fyrri eigenda félagsins, Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar, og helstu lánardrottna þess þar sem m.a. var kveðið var á um að Glitnir hf. gæti innan ákveðins tíma leyst til sín allt hlutafé félagsins á eina krónu, sem Glitnir gerði í október 2009.