Tækni, þekking, hugvit, nýsköpun, menntun og reynsla eru allt hugtök sem fæstir nota í orðum í sínu daglega tali en eru þó hugtök sem snerta okkur öll á einhvern hátt á hverjum degi. Allt eru þetta atriði sem vega þungt í lífsgæðum okkar Íslendinga og eiga eftir að skipta okkur máli í framtíðinni.

Við skulum hafa í huga að við erum vel menntuð þjóð með mikla þekkingu og reynslu. Hvað bóklega þáttinn varðar þá geta Íslendingar lært hér á landi til að verða læknar, lögfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar og svo mætti lengi telja, svo ekki sé minnst á önnur félags- og hugvísindi. Hér læra menn líka fjölmörg iðnfög og þekking okkar á tækni, mannvirkjum og hugbúnaði er gífurleg.

Viðskiptablaðið hefur undanfarnar vikur fjallað um hina ýmsu möguleika sem standa Íslandi til boða í framtíðinni. Fjallað hefur verið um orkuna og olíuna, um ferðaþjónustuna, um norðurslóðir og tækifæri þar, um möguleikana í kvikmyndaframleiðslu, um helstu þætti landbúnaðarins og í síðustu viku var fjallað um samskipti okkar við Grænland og þá möguleika sem í boði eru kjósi Íslendingar að horfa í auknum mæli til nágranna okkar norðvestur af landinu.

Í sjöunda hluta er fjallað um menntun, tækni, þekkingu og fleira sem skiptir máli og oftast í alþjóðlegu samhengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.