Framvirkir samningar er meðal þeirra fjármálagerninga sem marga hryllir við. Ástæðan er ekki endilega rökrétt heldur hafa samningarnir svo gjarnan verið nefndir í sömu andrá efnahagshrunið að margir tengja hlutina tvo ósjálfrátt saman. Annað dæmi um fjármálagerninga sem fengið hafa þennan illa stimpil á sig eru vafningar sem ófáir hafa býsnast yfir.

Það er þó fjarri því að gerningar sem þessir þurfi að vera svo slæmir, þrátt fyrir að gjarnan séu þeir kynntir til sögunnar eins og um mikil vísindi sé að ræða. Þetta er skoðun umsjónarmanna síðunnar www.investopedia.com sem fjallar um ýmis fjármálatengd málefni. Þar er meðal annars að finna gamansöm kennslumyndbönd um eitt og auk helstu frétta úr fjármálaheiminum.

Áhugasamir geta lært ýmislegt um framvirka samninga, kýr, mjólk og kýr hjá Investopedia.com .