Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands mun síðar í dag kynna nýjan áætlun stjórnvalda til bjargar frönskum bílaframleiðendum.

Þetta kemur fram á vef Financial Times (FT) í dag en búist er við því að bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot-Citroën fái um 3 milljarða evra neyðarlán hver.

FT greinir frá því að bílaframleiðendurnir muni fá 5 ára lán á 6-7% vöxtum gegn því loforði að halda öllum verksmiðjum og starfsstöðvum sínum í Frakklandi opnum og flytja ekki starfssemi sína annað.

Þá mun franska ríkisstjórnin einnig fara fram á að bílaframleiðendurnir haldi arðgreiðslum til hluthafa í lágmarki og ekki síst stilla bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda í hóf.

Bæði félögin munu kynna rekstrarniðurstöður sínar síðar í vikunni en gengi hlutabréfa hafa hækkað í dag eftir að greint var frá áætlun franskra yfirvalda.

Neyðarlánunum er ætlað að tryggja rekstrargrundvöll félaganna auk þess sem þau eru talin koma í veg fyrir að matsfyrirtæki lækki lánshæfiseinkunnir þeirra.

Eins og fram kom í morgun mun japanski bílaframleiðandinn Nissan segja upp allt að 20 þúsund manns en félagið er í 44% eigu Renault.