Franska ríkið hefur lýst yfir að það muni taka ábyrgð á skuldbindingum lánafyrirtækisins Credit Immobilier de France. Þetta kemur fram á viðskiptavef BBC.

Credit Immobilier sérhæfir sig í íbúðalánum og fjármagnar sig með skuldabréfaútgáfu. Erfitt hefur reynst að fjármagna félagið á markaði að undanförnu og fyrirséð að lánastofnunin gæti ekki endurgreitt 1,75 milljarða evra sem eru á gjalddaga í október hjálparlaust.

Franska fjármálaráðuneyti segir þetta einstaka  viðskiptamódel hafi veikst vegna fjármálakrísunnar í Evrópu. Samþykki franska þingsins og framkvæmdastjórnar Evrópusamanbandsins þarf til að ábyrgðin taki gildi.

Credit Immobilier tekur ekki við innstæðum. Franskir fjölmiðlar telja líklegt að frekari útlánastarfssemi Credit Immobilier sé ólíkleg og jafnvel líkur á að félagið fari í slitameðferð.