Bandaríski húsnæðislánasjóðurinn Freddie Mac tapaði 151 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi, eða 66 sent á hlut, borið saman við tap upp á 133 milljónir dala, eða 35 sent á hlut, á sama tíma fyrir ári.

Þetta er þriðji fjórðungurinn í röð sem Freddie Mac tilkynnir um tap en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs tapaði félagið 2,5 milljörðum dala.

Fyrirtækið greindi jafnframt frá því í gær að það myndi ráðast í 5,5 milljarða dala hlutafjáraukningu. Gengi bréfa í Freddie Mac hækkaði um tæplega 10% í kjölfar fréttanna.