Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 0,88% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru mikil viðskipti með bréfin eða upp á 3 milljónir króna.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,78% og Marel um 0,38%.

Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,58%, Haga um 0,15% og VÍS um 0,09%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% í dag og endaði hún í 1.141 stigi.

Frekar lítil viðskipti voru á hlutabréfaviðskipti eða fyrir tæpar 116 milljónir króna í aðeins 32 viðskiptum. Til samanburðar nam veltan á hlutabréfamarkaði í gær rúmum 750 milljónum króna.