Samkeppniseftirlitið hefur framlengt frest til að koma á framfæri athugasemdum við frummatsskýrslu um eldsneytismarkaðinn.

Eftirlitið birti skýrsluna þann 30. nóvember sl. en þar var fjallað ítarlega um aðstæður og háttsemi á markaðnum, auk mögulegra aðgerða til að ryðja samkeppnishindrunum úr vegi.

Upphaflega var óskað eftir því að sjónarmið og athugasemdir við skýrsluna yrðu sendar eftirlitinu eigi síðar en föstudaginn 19. febrúar. Eftir óskir hagsmunaaðila um lengri frest hefur Samkeppniseftirlitið framlengt frestinn um 3 vikur, eða til föstudagsins 11. mars.