Friðrik Jóhannsson, Icora Partners
Friðrik Jóhannsson, Icora Partners
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums rekur fyrirtækið Icora Partners ásamt Gunnari Páli Tryggvasyni, fyrrverandi starfsmanni Kaupþings, Katrínu Friðriksdóttur, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans og Adrian Martyn sem vann hjá Singer & Friedlander. Icora Partners sérhæfir sig í fjárhagslegri og rekstrarlegri endurskipulagninu fyrirtækja, samrunum og yfirtökum. Icora Partners hefur starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA). Meðal verkefna Icora Partners er salan á danska hótelinu D´Angleterre, endurmat á eignum NP Properties og ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu eigna evrópska matar- og drykkjarvöruframleiðandans Laima.