*

laugardagur, 11. júlí 2020
Fólk 3. september 2019 09:38

Friðrik ráðinn til Pipar\TBWA

Nýr vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi Pipar\TBWA, Friðrik Gunnar Kristjánss, kemur frá Alfreð.

Ritstjórn
Friðrik Gunnar Kristjánsson er nýr til Pipar\TBWA
Aðsend mynd

Friðrik Gunnar Kristjánsson hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Pip­ar\TBWA. Þar mun hann sinna starfi vefbirtinga og samfélagsmiðlaráðgjafa. Friðrik starfaði áður sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Alfreð, sem er stærsti atvinnuleitarmiðill á landinu, og þar áður sem markaðsstjóri hjá Heimkaup sem er leiðandi á sviði netverslunar á Íslandi. 

Friðrik hefur reynslu af markaðsmálum en hann hefur stýrt auglýsingaherferðum bæði hér á landi og erlendis þar sem hann hefur alla tíð lagt sérstaka áherslu á nýjustu lausnir stafrænna miðla til að hámarka árangur auglýsinga á netinu.

Áhugamál Friðriks eru fjölbreytt en útvist, bílar, ferðalög og flugvélar eiga hug hans allan - sem endurspeglast í því að hann er með einkaflugmannsréttindi og er björgunarsveitarmaður hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þar er hann sérhæfður leitarmaður í straumvatnsbjörgun. Hann stýrir dróna með hitamyndavél og sér einnig um flota breyttra björgunartækja Flugbjörgunarsveitarinnar.