Fyrirhugaður fríverslunarsamningur Íslands við Kína myndi falla úr gildi ef Ísland gengur í Evrópusambandið (ESB). Eins og fram hefur komið kom fríverslunarsamningur ríkjanna ræddur í opinberri heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sem staddur var hér á landi í gær og í fyrradag.

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (RÚV) benti Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, á að þó svo að klárað yrði að skrifa undir fríverslunarsamning við Kína myndi hann falla úr gildi um leið og Ísland gengi í ESB. Þá tækju við viðskiptasamningar Kína við Evrópusambandið, sem ekki eru fríverslunarsamningar.

Sem kunnugt er hefur verið unnið að gerð fríverslunarsamnings við Kína um árabil. Af ummælum Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, síðustu daga má ætla að nú styttist í að slíkur samningur verði frágenginn áður en langt um líður.

Sjá frétt RÚV um málið.