*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 26. júlí 2021 08:34

Frosti hagnast um 148 milljónir

F.Bergsson eignarhaldsfélag, fjárfestingarfélag Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, hagnaðist um 148 milljónir.

Ritstjórn
Frosti Bergsson fjárfestir.
Kristinn Ingvarsson

F.Bergsson eignarhaldsfélag, fjárfestingarfélag Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, hagnaðist um 148 milljónir á síðasta ári. Munaði þar mest um hækkun á gangvirði hlutabréfa upp á 128 milljónir króna.

Eignir félagsins í árslok 2020 námu 1,87 milljörðum króna og eigið fé 1,5 milljörðum króna. Stærsta eign félagsins er hlutur í Eik sem var 613 milljóna virði í lok árs 2020. Frosti á meðal annars 15,5% hlut í Opnum kerfum, tæplega fimmtungshlut í Bílaumboðinu Öskju.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Bergsson Frosti