Føroya Banki PF. hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf Føroya Banka fyrir eigin reikning Saga Capital.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Saga Capital.

Í viðskiptavöktuninni felst að Saga Capital setur daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Føroya Banka og tryggir þannig seljanleika þeirra.

Þá kemur fram að Saga Capital vaktar nú þegar viðskipti með bréf Glitnis, Össurar, Marels og Icelandair Group.

Skilmálar viðskiptavaktasamningsins eru eftirfarandi: • Saga Capital skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Føroya Banka að lágmarki 1.000 hluti á verði sem Saga Capital ákveður í hvert skipti.

• Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,25%.

• Frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki vera meira en 2,0%.

• Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal vera 5 milljónir DKK að markaðsvirði.

Saga Capital mun hefja viðskiptavaktina frá og með 1. september 2008.