Frumvarp sem tekur til þess hvernig fara skuli með gengistryggð lán, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt, verður að líkindum lagt fram á morgun. Árni Páll Árnason, efnhags- og viðskiptaráðherra, mælir fyrir frumvarpinu.

Frumvarpið nær til þess hvernig reikna skal vexti á gengistryggðum lánum, þ.e. bílalánum og húsnæðislánum einstaklinga, auk þess sem frumvarpið mun ná til lána til minni fyrirtækja, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Verður þar miðað við fyrirtæki sem skulda undir einum milljarði króna.