Það ástans sem nú er komið upp á milli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og bankastjóra Seðlabankans mun að öllum líkindum gera það að verkum að lítið alþjóðatraust verður borið til yfirvalda.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins Financial Times um deiluna á milli forsætisráðherrans og seðlabankastjóranna.

Þá segir blaðið að í kjölfar deilunnar vakni ýmsar spurningar. Þannig muni hún leiða til þess að efast verði um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Blaðið minnir á að um 400 milljarðar króna séu ennþá bundnir í jöklabréfum en reynt verði að sannfæra handhafa bréfanna um að ágæti þeirra á fundum með ríkisstjórninni á næstu misserum.

Þá segir blaðið jafnframt að afskipti ríkisstjórnarinnar af Seðlabankanum veki einnig upp spurningar hvort Íslendingar geti unnið eftir skipulagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) en í umfjöllun FT kemur einnig fram að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með samninginn við IMF og krafist þess að hann verði endurskoðaður.

„Þrátt fyrir að hún [ríkisstjórnin] hafi tilkynnt að hún myndi fara eftir áætlun IMF er staðreyndin engu að síður sú að efast er um sjálfstæði seðlabankans – sem ákveður stýrivexti – af ríkisstjórn sem ekki er tilbúin að fylgja áætlun IMF heilshugar og mun reyna að endursemja þá áætlun,“ segir Financaial Times (í lauslegri þýðingu).

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að það gæti valdið skaða að setja áætlun IMF í uppnám og minnir á að lánveitingar Norðurlandaþjóðanna séu skilyrtar við þá áætlun.

Sjá umfjöllun FT.