Samkvæmt frétt Financial Times gæti sakfelling Hæstaréttar yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ógnað hæfi hans til að starfa sem stjórnarformaður Baugs Group. Þetta hefur miðillinn eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum, en segir þó að aðstandandi Baugs hafni þessu.

Financial Times greina frá því á vef sínum að stofnandi Baugs, þ.e. Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi verið dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir bókhaldsbrot. Niðurstaða málsins er sögð óásættanleg fyrir bæði ákæruvaldið og sakborninga í málinu.

Frekari málssóknir gætu hins vegar enn verið eftir að sögn Financial Times. Ákæruvaldið er að skoða möguleg skattalagabrot á meðan Jón Ásgeir hefur kvartað til Mannréttindadómstóls Evrópu undan því að  hann sæti ofsóknum.

Frétt Financial Times.