Jón Finnbogason sparisjóðsstjóri Byrs
Jón Finnbogason sparisjóðsstjóri Byrs
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, segir að rangt sé að eigið fé bankans sé neikvætt. Í samtali við Morgunblaðið í dag fullyrðir hann að eigið fé sé jákvætt. Haft var eftir heimildarmönnum nýlega eigið fé bankans væri neikvætt um 6-8 milljarða.

Þá greinir Morgunblaðið frá því í dag að Fjármálaeftirlitið beitir Byr dagsektum vegna brota bankans á reglum um skil á ársreikningi. Samkvæmt reglum hefði Byr átt að skila inn ársreikningi fyrir síðasta starfsár í mars sl. Reikningur verður hinsvegar ekki birtur fyrr en söluferli er lokið. Búist er við að sala á bankanum verði frágengin um miðjan þennan mánuð, að því er Morgunblaðið greinir frá.