Ræstitæknar fundu á þriðjudag gullstangir í tveimur pokum inni á salerni í farþegaflugvél Jet Airways á flugvellinum í Kolkata á Indlandi á dögunum. Vélin var nýkominn frá Bangkok í Taílandi. Gullfundurinn er vart í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að gullstangirnar voru 24 talsins og er talið að verðmæti þeirra nemi jafnvirði 1,4 milljóna dala, í kringum 170 milljóna íslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir í umfjöllun sinni um gullfundinn að eftirspurn eftir gulli sé með mesta móti á heimsvísu um þessar mundir og eigi það sök á miklum viðskiptahalla landsins. Til að sporna við þróuninni og draga úr eftirspurninni hafi stjórnvöld hækkað tolla og gjöld á innflutt gull í þrígang á árinu en nýverið fór tollurinn úr 10% í 15%.