Fylgi Angelu Merkel og CDU hefur dvínað, en fylgið hefur ekki mælst lægra frá því að hún tók fyrst við kanslarasætinu árið 2005. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af FG Wahlen í Þýskalandi. Um er að ræða 47% fylgi, sem þó telst hátt ef miðað er við stjórnmálamenn í öðrum þjóðum.

Margir þeirra sem hafa yfirgefið flokkinn hennar, eru ósáttir við stefnu hennar í málefnum flóttafólks. Þjóðverjar hafa tekið við umtalsverðum fjölda af hælisleitendum, og hefur Merkel þrýst mikið á önnur lönd í Evrópu að gera slíkt hið sama. Í kjölfar þriggja árása, sem áttu sér stað nú í júlí, hefur stuðningur við hana og hennar stefnur dvínað.