Lífeyrissjóðirnir hafa verið mun meira í umræðunni eftir hrun en fyrir fall bankanna. Gagnrýni hefur aukist á sjóðina sem og kröfur um að þeir fjármagni hinar ýmsu framkvæmdir. „Fyrir hrun var takamarkaður áhugi á lífeyrissjóðunum. Þá voru bankarnir og útrásarfyrirtæki alls ráðandi í umræðunni,“ segir Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

„Ég held að umræðan núna eigi sér tvær ástæður. Annars vegar töpuðu lífeyrissjóðirnir um 380 milljörðum króna. Þetta er há upphæð, þótt það vilji stundum gleymast að hlutfallslega var tjón íslensku lífeyrissjóðanna ekki meira en almennt gerðist hjá erlendum lífeyrissjóðum. Hin ástæðan er sú að eftir fall bankanna stóðu lífeyrissjóðirnir í rauninni einir uppi af stórum fjármálafyrirtækjum og athyglin beindist að þeim þegar leitað var fjármuna til fjárfestinga.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.