*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Innlent 24. febrúar 2016 09:02

Fyrirspurn verjanda var ekki svarað

Vararíkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn eins sakborninga í Aserta málinu um hvenær mætti vænta þess að gögn bærust Hæstarétti.

Ritstjórn
Frá blaðamannafundi sem haldinn var til að tilkynna um rannsókn Aserta málsins.
Axel Jón Fjeldsted

Verjandi eins sakborninga í Aserta málinu sendi bréf til vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, til að spyrja hvenær mætti vænta þess að gögn málsins bærust Hæstarétti. Á þeim tíma hafði dómi héraðsdóms verið áfrýjað og sakborningar biðu þess að gögn bærust Hæstarétti.

Mörgum mánuðuðum eftir að bréfið hafði verið sent gaf embætti umboðsmanns Alþingis ríkissaksóknara 15 daga frest til að gera grein fyrir málinu. Áður en sá frestur rann út þá var ákveðið að falla frá áfrýjun. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Dómur héraðsdóms féll í desember 2014 og ákveðið var að falla frá áfrýjun á mánudaginn síðasta. Alls liðu því um 14 mánuðir frá sýknu fyrir héraðsdómi og frá því að fallið var frá áfrýjun.

Á þessum tíma voru eignir sakborninga, þ. á m. fasteignir og reiðufé á bankabókum, kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skapaðist af þessu mikið fjártjón.

Stikkorð: Aserta