Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fest kaup á suðurkóreska lyfjafyrirtækið Dream Pharma fyrir um 190 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 22 milljörðum íslenskra króna, í gegnum dótturfyrirtæki sitt Kunwha í Suður-Kóreu. Þessu greinir Vísir frá.

Við kaupin fjölgar starfsmönnum fyrirtækisins um 400 og er nú 2400, þar af flestir í Suður-Kóreu.

Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, segir, í samtali við Vísi, ánægjulegt að ljúka kaupunum á Dream Pharma. En þau tvöfalda umsvif félagsins í Suður-Kóreu.  Hann segir samheitalyfjafyrirtækin standa á tímamótum í Asíu og stefnt sé að því að Alvogen verði í hópi fimm stærstu fyrirtækja heims á þessu markaðssvæði innan fárra ára.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að innan Alvogen komi árstekjur til með að verða um 100 milljarðar króna á næsta ári.