Mörg þeirra fyrirtækja sem farið hafa í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu geta ekki greitt af lánum sínum. Flest fyrirtækin bera nú of þungar vaxta- og afborgunarbyrðar. Þetta er mat þeirra Jóns Schevings Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar hjá fyrirtækjaráðgjöf Arev.

Þeir Jón og Sigurður skrifuðu grein í síðasta tölublað Viðskiptablaðsins að við endurskipulagninguna hafi menn sótt fram af meira af kappi en forsjá. Iðulega hafi verið gert ráð fyrir hærra söluvexti en orðið hefur, breyting veltufjármuna verið of lítið gaumgæfð og gert ráð fyrir mun lægra vaxtastigi til framtíðar en menn hafi mátt venjast síðastliðin 30-40 ár.

Grein þeirra Jóns og Sigurðar má lesa hér .