Þýski svæðisdómstóllinn í Stuttgart ákvað í dag að hefja opin réttarhöld í máli Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóra Porsche Automobil Holding SE, og fyrrverandi fjármálastjóra þess að nafni Holger Härter.

Lægri dómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu í apríl að ekki væru nægar sannanir gegn mönnunum.

Mennirnir tveir eru sakaðir um markaðsmisnotkun í tengslum við misheppnaðar tilraun til yfirtöku á bílaframleiðandanum Volkswagen. Félagið sjálft, Porsche SE, er ekki hluti af málinu.

Það er hins vegar aðili að máli þar sem félagið er sakað um að hafa gefið út misvísandi markaðsupplýsingar. Kröfurnar í því máli nema um 5,5 milljörðum evra, um 850 milljörðum króna.

Megineign Porsche Automobil Holding  SE var ráðandi hlutur í Dr. Ing. h.c. F. Porsche AG, framleiðanda sportbílanna. Það átti einnig stóran hlut í Volkswagen. Í dag á það hlut í sameinuðu félagi Volkswagen AG.