Aurum Holdings er komið í söluferli en félagið rekur skartgripaverslanirnar Mappin & Webb, Watches of Switzerland og Goldsmiths.  Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Aurum Holding greindi frá því í dag að endurskipulagningu félagins væri lokið.  Félagið skilaði 16 milljónum punda í hagnaði á síðasta ári sem 53% aukning á milli ára.

Mun skilanefndin, samkvæmt heimildarmanni sem stendur félaginu nærri, krefjast um 200 milljóna punda eða tæplega 37 milljarðar króna fyrir félagið sem rekur 165 skartgripaverslanir.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 11. nóvember 2009 eignaðist skilanefndin 37,8% hlut BG holding, sem var í eigu Baugs Group.Skilanefndin tók einnig þátt í endurfjármögnun félagsins. Skuldum upp á 42 milljónir punda var haustið 2009 breytt í hlutafé en auk þess tók skilanefndin þátt í 10 milljóna punda millilagsláni (e. mezzanine loan) til félagsins.

Skilanefnd Landsbankans á nú 67% hlut í félaginu.