Viggó Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP) var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til fjársvika með útgáfu á tilhæfulausum ábyrgðaryfirlýsingum upp á 200 milljónir dala, jafnvirði um 22 milljarða króna. Í dómsorði segir að brotavilji Viggós hafi verið einbeittur og um svo háar fjárhæðir að ræða að VSP varð gjaldþrota.

Þá segir í dóminum að tilraun Viggós til blekkinga hafi verið veikburða og ósannfærandi í ljósi þess að þær beindust að fagfjárfestum og bankastofnunum. Á hinn bóginn kemur fram að rannsókn málsins hafi dregist á langinn og því sé ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Málið hefur verið til rannsóknar frá árinu 2007.

Viggó var á sama sýknaðu af ákæru um stórfelld umboðssvik.

Dómsorð Héraðsdóms Reykjaness