Lítið hefur farið fyrir fyrrverandi eigendum og fyrrverandi forstjóra fjárfestingarfélagsins Gnúps eftir að kröfuhafar tóku það yfir í ársbyrjun 2008. Félagið var starfrækt í ár. Þegar halla tók undan fæti á fjármálamörkuðum undir lok árs 2007 misstu eigendur tökin á því. Fyrirtækið lenti í hendur bankanna sem skiptum eignum þess á milli sín og gerðu upp skuldir þess. Þetta uppgjör vakti athygli erlendra markaðsaðila á veikleikum íslenska fjármálageirans.

Eftir því sem næst verður komist dró Þórður Már Jóhannesson sig í hlé frá viðskiptalífinu í hruninu en mun vera að hugsa sér til hreyfings að nýju.

Magnús Kristinsson, annar af tveimur aðaleigendum félagsins, stýrir enn útgerðinni Bergur Huginn í Eyjum og á 41% hlut í henni á móti Landsbankanum.

Kristinn Björnsson á helmingshlut í Líflandi. Fyrirtækið selur m.a. landbúnaðarvörur, vörur fyrir hestamenn, útivistarfólk og framleiðir Kornax- hveiti og er staða félagsins nokkuð sterk.

Ítarlega er fjallað um Gnúp í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.