Stefnt er að því að opna fyrstu Iceland verslunina hér á landi í lok júlí eða byrjun ágúst, þ.e. fyrir verslunarmannahelgi. Þetta staðfestir Jóhannes Jónsson, sem áður var kenndur við Bónus, í samtali við Viðskiptablaðið. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður fyrsta verslunin opnuð í Engihjalla í Kópavogi.

Þann 10. maí sl. greindi Viðskiptablaðið frá því fyrst fjölmiðla að Jóhannes hygðist opna verslanir undir merkjum Iceland hér á landi og í samstarfi við Malcolm Walker, stofnanda Iceland, sem nú hefur eignast verslanirnar aftur. Þá var greint frá því að stefnt væri að því að opna fyrstu verslunina 17. júní nk. Sú dagsetning reyndist ekki rétt en Jóhannes staðfestir sem fyrr segir að stefnt sé að opnun í lok júlí eða byrjun ágúst.

Í Engihjallanum er ein verslana 10-11. Stefnt er að lokun hennar á næstu dögum eða vikum.

Nánar er fjallað um nýja verslun Iceland í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Byggðastofnun í hótelrekstri

  • Salan á hlut Íslandsbanka í Virðingu
  • Of lítill hagnaður af makrílveiðum
  • Már Guðmundsson og kaupin á Sjóvá
  • Enginn vill taka af skarið í skuldakreppunni á evrusvæðinu
  • Fleiri snúa baki við Íbúðalánasjóði
  • Allt um fjármálastöðugleikann
  • Friðrik Már Baldursson í ítarlegu viðtali
  • Sumarvínin og dýrasta viskíið
  • Hver er nýr formaður Lögmannafélagsins?
  • Framtíð Íslands: Sjávarútvegur
  • Óðinn skrifar kapítalista og kvótakerfið
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem skrifar um stéttafélög í Bandaríkjunum
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...