Írskur réttur hefur í fyrsta sinn dæmt mann fyrir glæpastarfsemi á samfélagsmiðli og gert manni að greiða 2000 evrur, eða um 300.000 íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að setja inn niðrandi status í nafni fyrrverandi kærustu sinnar á Facebook síðu hennar.

Um er að ræða ,,frape" sem er samsett af orðunum Facebook og rape þegar aðili þykist vera önnur manneskja og tjáir sig á samfélagsmiðlinum í þeirra nafni. En íslenska orðið yfir frape hefur verið sagt vera „stöðutaka.“

Í þessu tilfelli var þrítugur maður frá Donegal á Írlandi sem fór til að ræða meint framhjáhald við fyrrverandi kærustu sinnar og tók svo símann hennar. Hann stimplaði sig svo inn á aðgang hennar á Facebook og setti status þar sem hann sagði hana vera gleðikonu sem myndi samþykkja hvaða tilboði sem bærist. Stuttu eftir það var maðurinn handtekinn og játaði á sig sekt í málinu.

Réttarsalir víðs vegar um heiminn hafa átt í erfiðleikum með að dæma lögbrot á samfélagsmiðlum en í kjölfar þessarar úrskurðar er öruggt að menn þurfa að fara að gæta sín á Facebook.