Einræðisherrann Múammar Gaddafí er sagður hafa látist af skotsárum sem hann hlaut í árás í bænum Sirte, fæðingarbæ hans.

Reuters-fréttastofan hefur eftir ráðamönnum í Lýbíu að Gaddafí hafi verið að reyna að flýja bæinn í bílalest þegar orustuþotur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafi skotið á hana. Eftir því sem heimildamenn Reuters herma mun Gaddafí hafa fengið skot í bæði höfuð og fætur og sárin leitt hann til dauða.

Erlendir fjölmiðlar hafa birt myndir sem teknar hafa verið á farsíma og eru sagðar sýna líf Gaddafís.

Heimildamenn úr röðum uppreisnarmanna í Lýbíu segja hins vegar að Gaddafi hafi fundist í holu sem grafin hafi verið í jörðina og hafi hann beðist vægðar.

Reuters-fréttastofan segir að í kjölfar dauða Gaddafís sé ekkert því til fyrirstöðu að koma lýðræðisumbótum á eftir einræði í rúm 40 ár.

Líbía er eitt stærsta olíuríki heim og framleiddi um 1,5 milljón tunna fyrir uppreisnina, um 2% af olíuþörf heimsins. Talið er að það taki langað tíma að koma olíuframleiðslu í landinu í fullan gang.

Gaddafi
Gaddafi