Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eiga nú í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skulda bæjarfélagsins og er stefnt að því að niðurstaða þeirra viðræðna liggi fyrir á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum.

Þar segir að líkt og áður hafi komið fram sé fjárhagsstaða bæjarfélagsins alvarleg. Ef viðræður við kröfuhafa skili ekki árangri geti komið til greiðslufalls á skuldbindingum bæjarfélagsins í framtíðinni.