CALPERS, lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Kaliforníu, er  með um 1,35% af sínum heildareignum í nýsköpunarfjárfestingum. Orri Hauksson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs, benti á þetta í máli sínu á fundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á dögunum.

Miðað við þessa tölu gætu íslensku sjóðirnir fjárfest fyrir um 1,5 milljarða árlega í slíkum verkefnum. Meðaltal nýsköpunarfjárfestinga almennt í Evrópu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu sé um 0,2%, en sé mun hærra í löndum eins og Svíþjóð, eða um 0,6% af VLF.

Ef miðað væri við 0,2% hlutfallið hér ættu nýsköpunarfjárfestingar að nema um þremur milljörðum króna árlega, en Orri segir að við séum langt frá því að ná því marki. Hann sagði þó að slík fjárfesting ætti að ekki að vera einhver góðgerðastarfsemi, heldur leið til að hámarka ávöxtun sjóðanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .