Fasteignasalan Miklaborg hefur hafið sölumeðferð á Víðimel 29 sem er í eigu kínverska sendiráðsins. Um er að ræða eina af glæsilegri byggingum vesturbæjar Reykjavíkur hönnuð af Einari Sveinssyni arkitekt. Húsið hefur staðið autt um árabil og má muna fífil sinn fegurri en margir hafa nú þegar sýnt því áhuga.

Sendiráðið hefur ráðið til sín Miklaborg fasteignasölu og mun Jón Rafn Valdimarsson löggiltur fasteignasali hafa yfirumsjón með söluferlinu. Samkvæmt fasteignaskrá er húsbyggingin 724,5 fm að stærð en ljóst að einhverjir fermetrar eru óskráðir þar sem áður var sameiginlegt rými.

Skipulag hússins hefur verið breytt frá upprunalegri teikningu og skráningu fasteignaskrár en skv. þeirri skrá er gert ráð fyrir 5 íbúðum í húsinu ásamt bílskúr. Íbúðirnar eru í mismunandi stærðum en m.a eru tvær glæsilegar hæðir, hvor þeirra rúmlega 200 fm að stærð.

Húsið hefur verið í umræðunni undanfarin og þá aðallega sökum þess að engin starfsemi hefur verið í húsinu og viðhald af skornum skammti.