Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, sést hér í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2003. Myndin birtist 21. ágúst í tímaritinu Magasín. Ásamt Þórólfi tók borgarstjórinn í Winnipeg í Kanada þátt og borgarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum.

Þetta ár tóku 3.581 þátt í hlaupinu en í fyrra tóku 12.481 einstaklingar þátt. Þórólfur segir í viðtalinu að hann fari reglulega í sund og fótbolta en bróðir hans, Árni Páll Árnason, hefur einnig þótt frambærilegur sundmaður.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 9. ágúst 2012. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild sinni undir liðnum Tölublöð hér að ofan.