„Blessaður vertu, þetta var ekkert til að minnast á,“ sögðu þau hjónin Ásta R. Jóhannesdóttir og Einar Örn Stefánsson við blaðamann Morgunblaðsins þegar þau stigu út úr vélinni frá Torremolinos á Spáni í júlí 1979.

Rætt var við nokkra Íslendinga við heimkomuna vegna röð sprengjuárása aðskilnaðarsinnaðra Baska á ferðamannastöðum á Spáni. „Þetta var bara stærri gerðin af kínverjum. Einn Íslendingurinn sá víst svona sprengju springa og það var víst lítil sprengja, allavega í það skiptið.“