Katrín Jakobsdóttir, núverandi formaður Vinstri grænna, útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund með hæstu aðaleinkunn, 9,70. Sló hún þar með met bróður síns, Ármanns, sem nokkrum árum fyrr hafði útskrifast frá skólanum með aðaleinkunnina 9,6.

Í samtali við Morgunblaðið við þetta tilefni sagðist hún ekki hafa neina töfraformúlu fyrir dúxa, en sagðist þó fremur taka tarnir fyrir próf en að liggja alltaf yfir bókunum.

Á myndinni er hún með bræðrum sínum Ármanni og Sverri, sem hjálpuðu henni að bera burt verðlaunin sem hún fékk við útskriftina.