Tvísýnt var um hvort neyðarástand myndi skapast þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga sagði upp störfum sínum í aðdraganda kjarasamninga milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ríkisins og Reykjavíkurborgar í júnímánuði 1998.

Þegar samningar náðust hópuðust hjúkrunarfræðingar í kringum Margréti Tómasdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra skurðlækningasviðs, og fjórar starfssystur hennar af öðrum sviðum til að fá kaupaukann reiknaðan en í frétt Morgunblaðsins um málið stóð að flestir hjúkrunarfræðingar hefðu fengið nálægt 20% launahækkun.