Í apríl 1988 stóð yfir verkfall félagsmanna í Verslunarmannafélagi Suðurnesja í flugstöðinni í Keflavík. Til ryskinga kom þegar verkfallsverðir reyndu að koma í veg fyrir að farþegar, sem ætluðu að fljúga til Amsterdam með Arnarflugi, kæmust leiðar sinnar.

Í frétt Morgunblaðsins er tekið fram að engin meiðsl hafi orðið á fólki, en að föt hafi verið rifin utan af einum farþeganum sem hafi sloppið í gegnum hindranir verkfallsvarðanna.

Fimm farþegum tókst að komast um borð í flugvél Arnarflugs, en flugvélar Flugleiða flugu tómar út þann daginn.