Röskva, samtök félagshyggjufólks, fengu meirihluta sæta í Stúdentaráði í kosningunum 1994 og fögnuðu Röskvumennirnir Guðmundur Steingrímsson og Dagur B. Eggertsson mikið þegar úrslit voru kynnt.

Guðmundur tók sæti í háskólaráði og Dagur varð formaður Stúdentaráðs. Dagur er nú á ný orðinn borgarstjóri í Reykjavík, en hann gegndi áður því embætti í 100 daga árin 2007 til 2008.