Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um að rifta skyldi greiðslu VBS eignasafns hf. til (gamla) Landsbanka Íslands. Þrotabú Landsbankans verður að skila VBS fjárfestingarbanka hlutabréfasafni sem fékkst upp í greiðslu 4,3 milljarða króna skuldar. Dómur Hæstiréttar féll í dag og RÚV greinir frá.

Deilan snérist um uppgjör á skuld VBS fjárfestingabanka við Landsbanka Íslands en bæði félög urðu gjaldþrota á árunum 2008 og 2009. Ýmsar eignir VBS voru notaðar til greiðslu skuldarinnar. Héraðsdómur taldi að farnar hefðu verið miklar krókaleiðir og hafi ekki verið í samræmi við fyrra samkomulag fyrirtækjanna um skuldina.