GAM Management hf., eða GAMMA eins og það er oftast nefnt, hagnaðist um 258,3 milljónir króna á síðasta ári. Er það nokkru meiri hagnaður en ári fyrr þegar fyrirtækið hagnaðist um 182,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Í árslok 2014 námu eignir GAMMA 1.029 milljónum króna. Skuldir voru 363 milljónir króna, og nam eigið fé fyrirtækisins því 666,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið var 45,6%.

Á árinu 2014 voru þrír verðbréfasjóðir, þrír fjárfestingarsjóðir og 16 fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá félaginu og eignir í stýringu námu 42.300 millj. kr. í árslok 2014.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður allt að fjárhæð 160 milljónum króna til hluthafa á árinu 2015 vegna síðasta rekstrarárs.