Rekstrarniðurstaða Garðabæjar var jákvæð um 490,2 milljónir króna á síðasta ári. Þar af var A-hluti rekstrarreikningsins jákvæður um 375,5 milljónir króna, samkvæmt rekstrarreikningi. Ársreikningurinn er sameinaður reikningur sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness, sem sameinuðust í byrjun árs 2013. Til samanburðar var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 2.070 milljónir króna árið 2012.

Fram kemur í ársreikningi Garðabæjar að rekstrartekjur Garðabæjar námu 9.950 milljónum króna. Þar af námu tekjur A-hluta 8.940 milljónum króna.

Álagningarhlutfall útvars var 13,66% en lögbundið hámark er 14,48%. Eigið fé sveitarfélagsins var í lok síðasta árs 10.763,6 milljónir króna. Þar af nam eigið fé A-hluta sveitarfélagsins 10.469 milljónum króna.

Ársreikningur Garðabæjar .