Heildsalan Garri hagnaðist um 292 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður félagsins um 3 milljónir milli ára. Rekstrartekjur jukust um hálfan milljarð milli ára og námu 4 milljörðum króna.

Félagið greiddi 96,25 milljónir í arð á síðasta ári, en feðgarnir Magnús R. Jónsson og Magnús R. Magnússon eru skráðir eigendur 90% hlutafjár í félaginu.

Framkvæmdir standa nú yfir á nýjum 8.000 fm höfuðstöðvum félagsins við Hádegismóa. Eigið fé Garra nam 1,2 milljörðum króna um síðustu áramót en skuldir um hálfum milljarði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .