Bill Gates er búinn eignast ráðandi hlut í hótelkeðjunni Four Seasons. Fjárfestingafélag hans, Cascade Investment, keypti helming af eignarhlut sádi-arabíska prinsins, Alwaleed bin Talal fyrir 2,2 milljarða dala eða um 280 milljarða króna. Um er að fyrsta stóru viðskiptin hjá Gates frá því að hann skildi við Melindu French Gates fyrr í ár, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Cascade fer nú með 71% hlut í Four Seasons. Talið er að Alwaleed uppskeri 1,6 milljarða söluhagnað fyrir söluna á 24% hlut í hótelkeðjunni. Isadore Sharp, eigandi Four Seasons, fer áfram 5% hlut í hótelkeðjunni.

Cascade fjárfesti fyrst í Four Seasons árið 1997. Áratugi síðar var félagið hluti af hópi fjárfesta sem tók hótelkeðjuna af markaði. Four Seasons er í dag með 121 hótel undir sinni regnhlíf og með yfir 50 verkefni í pípunum.

Eftir að Bill og Melinda tilkynntu um skilnaðinn þá hefur Cascade millifært eignir að andvirði 6 milljörðum dala til Melindu sem hluta af skilnaðarsamningnum. Meðal eigna sem voru millifærðar voru hlutabréf í Deere & Co., Coca-Cola Femsa, Grupo Televisa, Canadian National Railway Co. og AutoNation Inc.

Michael Larson, sem rekur Cascade, er sagður hafa spilað lykilhlutverk í að blása út auðæfi Gates og French Gates á síðustu árum og þar með gert þeim kleift að einbeita sér að góðgerðastarseminni sinni. Larson heldur einnig utan um 50 milljarða dala styrktarsjóð Bill & Melinda Gates Foundation.