Rússneski orkurisinn Gazprom skrifaði undir samkomulag við ítalska orkufyrirtækið Eni SpA varðandi lagningu 900 hundruð kílómetra leiðslu sem á að flytja gas frá Rússlandi til Ítalíu og Mið-Evrópu í gegnum Svartahafið.

Gasleiðslan, sem hefur fengið nafnið South Stream mun spegla North Stream verkefnið en það snýst um lagningu leiðslu sem nær til Evrópu án þess að fara um Pólland og Hvíta-Rússland.

Með South Stream leiðslunni þyrfti Gazprom ekki að fara með gasið gegnum leiðslur sem liggja um Úkraínu.