Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom og Royal Dutch Shell hafa skrifað undir samning sem heimilar Gazprom að kaupa 50% og einn hlut til viðbótar í Sakhalin-2 olíu og gasframleiðslu verkefninu fyrir 525 milljarða króna, segir í frétt Dow Jones.

Aðrir aðilar í verkefninu, Mitsui & Co. og Mitsubishi Corp. skrifuðu undir samninginn og verður því Gazprom stærsti hluthafi í fyrirtækinu sem sér um verkefnið, en það ber heitið Sakhalin Energy Investment Company Ltd.

Shell minnkaði hlut sinn í 27,5% úr 55%, Mitsui minnkaði hlut sinn úr 25% í 12,5% og Mitsubishi mun eiga 10%, í stað 20%.