Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að sparifjáreigendur þurfi ekki að óttast um innistæður sínar í bönkunum og engin ástæða að taka þær út .

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Þar segir jafnframt að ríkisstjórnin vinni að lausn efnahagsmálanna með fjármálastofnunum og aðilum vinnumarkaðarins í ágætu samráði.

Geir segir að ekki sé komið að neinu greiðsluþroti banka en bankar séu í varnarbaráttu.