Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að íslenskir skattgreiðendur myndu ekki greiða upp skuldir íslenskra banka erlendis.

Þetta sagði hann á sameiginlegum blaðamannafundi með Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Geir sagði að íslensk stjórnvöld myndi uppfylla þau lagaskilyrði sem lægju fyrir í Evrópu en myndi ekki taka á sig frekar ábyrgð.

Þá sagði hann að ágreiningur væri uppi milli íslenskra og breskra stjórnvalda um þær ábyrgðir sem íslensk stjórnvöld mögulega bæru í Bretlandi vegna starfssemi íslenskra banka þar.

Geir sagði misskilning vera uppi í þjóðfélaginu ef almenningur héldi að skattgreiðendur þyrftu að greiða fyrir skuldir bankanna erlendis.