Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik féll um 2,6% í Kauphöllinni í dag. Bankinn skilaði uppgjöri í dag sem Janusi Petersen bankastjóra þótti gott. Bankinn reiknar með góðum hagnaði á árinu. Gengi hlutabréfa BankNordik stendur nú í 75 dönskum krónum á hlut. Það stóð í kringum 120 krónum á hlut fyrir ári.

Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,24% í dag.

Einu bréfin sem hækkuðu í virði voru hlutabréf Icelandair Group en gengi þeirra hækkaði um 0,15%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% og endaði hún í 1.076 stigum.